top of page
Search

Styrktu fætur án þess að setja mikið álag á hnén! (Myndbönd)

Eins og flestir vita sem hafa spilað körfubolta, þá fer gríðarlega mikið álag í gegnum hnén. Hopp, stefnubreytingar, bremsun o.fl. Það er algengt hjá þeim sem stunda íþróttina af kappi að þeir finni til í hnjánum einhvern tímann á ferlinum. Álagsmeiðsli eru algeng en hægt er að koma í veg fyrir þau með réttri nálgun í þjálfun ásamt álagsstýringu.


Mynd tekin af www.stack.com


Álagsmeiðsli eins og t.d. "jumper´s knee" geta verið mjög þrálát og leikmenn spila oft í gegnum sársaukann og óþægindin sem fylgja. Sjálfur hef ég farið í tvær speglanir vegna "jumper´s knee" og var það algjört lokaúrræði þar sem sjúkraþjálfun og æfingar skiluðu ekki tilsettum árangri. Ég spilaði í um 1.5 ár með þessi miklu óþægindi og þegar ég horfi til baka þá er margt sem ég hefði getað gert mun betur í ferlinu sem hefði skilað mér mun betri niðurstöðum en speglanir á báðum hnjám.


Með réttri nálgun í þjálfun er einnig hægt að minnka líkur á alvarlegri meiðslum eins og krossbandaslitum og öðrum liðbandaáverkum. Vissulega verða óhöpp og árekstrar sem valda meiðslum sem ekki er hægt að koma í veg fyrir en við getum gert okkar besta í að sjá til þess að skrokkurinn taki við þeim höggum og minnki þannig líkurnar á alvarlegum áverkum.


Hér fyrir neðan eru nokkrar æfingar sem munu hjálpa þér að vinna í kringum eymsli í hnjánum og stuðla samt að því að þú getir bætt styrk.


Fótarétta með teygju