top of page
Search

Stundar þú styrktarþjálfun á keppnistímabilinu?

Það virðist enn vera ansi algent að styrktarþjálfunin verði útundan þegar æfinga- og keppnisálag eykst í hinum ýmsu íþróttagreinum. Sums staðar en enn unnið eftir hinni gömlu hugmyndafræði að byggja sig upp á sumrin og sinna aðeins íþróttinni á veturna, eða öfugt.


Allir sem áhuga hafa á bættum afköstum og fyrirbyggingu meiðsla, vita að nauðsynlegt er að stunda styrktarþjálfun allt árið. Það er enginn að segja að þú þyrfir að vera að vinna í hámarksþyngdum og að drepast úr harðsperrum alla vikuna. Styrktarþjálfun er nefnilega svo vítt hugtak og hægt er að sinna þjálfuninni þannig að hún dragi lítið sem ekkert úr því sem þú ert að gera á vellinum.Æfingar á keppnistímabili er oft styttri en á "offseason" en samt sem áður skilvirkari og geta skilað þér hellings bætingum. Ég vinn mikið með "micro-dosing" aðferð á keppnistímabilinu sem þýðir í raun að styrktarþjálfuninni er skammtað í smærri skömmtum yfir vikuna/mánuðinn. Markmiðið með því er auðvitað að þreyta ekki íþróttafólkið of mikið svo það komi niður á æfingum og keppni því aukin þreyta eykur að sjálfsögðu líkur á meiðslum.


Á keppnistímabili er oft unnið með lágt æfingamagn (e. volume) en mikla ákefð (e. intensity). Þannig nærð þú að viðhalda afkastagetu íþróttafólksins án þess að þreyta það of mikið. Ef þjálfunarmagn er of mikið, þá er hætt á minni afköstum og til langs tíma getur of mikið þjálfunarmagn einnig ýtt undir undanfara ofþjálfunar (e. overreaching) og í verstu tilfellum ofþjálfun (e. overtraining).


Ef þitt lið er ekki með styrktarþjálfara sem sinnir þessum þáttur allt árið, þá mæli ég með að þú finnir þér einhvern góðan þjálfara sem getur settu upp fyrir þig æfingakerfi útfrá þínum markmiðum og stýrt álaginu á keppnistímabilinu fyrir þig.


16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page