top of page
Search

OFFSEASON 2024 - STYRKTARÞJÁLFUN

Ég er að leita að 5-6 leikmönnum í viðbót sem vilja bæta styrk, hraða og sprengikraft á næstu 4 mánuðum.


ÞETTA ER FYRIR ÞIG EF:

Þú ert með metnað til þess að ná lengra í körfubolta

Þú vilt sjá gífurlegan árangur á aðeins einu sumri

Þú ert með þrautsegju og eljusemi til þess að fylgja krefjandi æfingakerfi

Þú átt ekki við meiðsli að stríða sem hindra þátttöku


ÞETTA ER ALLS EKKI FYRIR ÞIG EF:

Þú vilt sjá árangur án þess að leggja inn vinnuna

Þú ert ekki tilbúin/n að leggja á þig 4-5 krefjandi æfingar í viku

Þú ert ekki tilbúin/n að skuldbinda þig í allt sumar


SVONA FER ÞETTA FRAM:

Þú skráir þig í DM


ÞÚ FÆRÐ:

Ítarlegt æfingakerfi sem hefur verið í stöðugri þróun í mörg ár

Aðgang að smáforriti (app) með ítarlegum upplýsingum og myndböndum

Þrjá mismunandi æfingafasa sem eru hannaðir til þess að taka við hvor af öðrum og tryggja hámarks bætingar


Þetta segir Hilmar Smári Henningsson um árangurinn, þjálfunina og hugmyndafræðina sem hann hefur fylgt síðustu ár:


"Ég byrjaði í þjálfun hjá Villa þegar ég var 16 ára og á þeim tíma var ég hávaxinn, grannur og frekar aumur. Síðan þá höfum við unnið markvisst saman í að bæta þá þætti sem ég vildi bæta og sá ég miklar bætingar (í mínu tilfelli snerpa og stökkkraftur). Meiri og meiri bætingar komu með tímanum og allar mælingar staðfestu það. Villi hjálpar þér ekki aðeins að ná þínum markmiðum heldur taka fram úr og sjá meiri bætingar en þú áttir von á. Treystu Villa því þá munt þú bæta þig".


Sendu mér tölvupóst á villi.steinars@gmail.com eða einkaskilaboð á Instagram á @vssperformance
39 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page