Hvernig átt þú að viðhalda vöðvamassa á keppnistímabilinu?
Metnaðarfullir leikmenn leggja mikið á sig til þess að bæta styrk og vöðvamassa á sumrin þegar körfuboltinn er í sumarfríi. Fyrir þá sem þekkja körfubolta, þá krefst íþróttin gríðarlegs styrks og sprengikrafts. Með réttri nálgun í þjálfun getur aukinn styrkur og vöðvamassi skilað sér beint í á völlinn í formi aukinna afkasta.
Það er oft talað um að sumarið sé tíminn fyrir bætingar og það er alls ekki slæm pæling. Ég mundi samt vilja hugsa þetta aðeins öðruvísi og setja upp þjálfun fyrir allt árið með það að markmiði að hámarka afköst og minnka líkur á meiðslum, alltaf.
Það vill oft verða þannig að með auknu álagi í íþróttinni, þá er styrktarþjálfun því miður oft látin mæta afgangi. Sú þjálfun ætti aldrei að mæta afgangi en nauðsynlegt getur verið að breyta áherslum út frá því keppnisálagi sem er í gangi hverju sinni. Styrktarþjálfun þarf að vera í gangi allt árið í mismunandi magni.

Þegar áherslur í styrktarþjálfun breytast og álagið á parketinu eykst, þá eru líkur á að leikmenn léttist. Þegar lið eru að æfa 5-6x í viku á hárri ákefð og við bætist leikjaálag, þá getur verið rosalega erfitt að halda í þann vöðvamassa sem búið er að byggja upp.
Hér koma nokkur ráð sem hjálpa þér að viðhalda þyngd/vöðvamassa á keppnistímabilinu:
Passaðu að fá nóg af hitaeiningum
Þú gætir þurft gríðarlegt magn af hiteiningum til þess að styðja við allt það æfingaálag sem er í gangi. Ef þú ert að borða of lítið, þá getur það komið niður á endurheimt milli æfinga og leikja og einnig orðið til þess að þú léttist. Ég mæli með að þú finnir út hver þín orkuþörf er útfrá álagi og reynir að h