top of page
Search

Hvenær áttu að byrja að stunda styrktarþjálfun?

Styrktarþjálfun er rosalega vítt hugtak en mjög margir og þá sérstaklega foreldrar barna, tengja styrktarþjálfun við þungar lyftur með lóðum og stöngum. Ef þig langar að undirbúa barnið þitt undir íþróttaferil þar sem minni líkur eru á meiðslum með aukin afköst að leiðarljósi, þá mæli ég með að byrja að stunda styrktarþjálfun sem allra fyrst.Styrktarþjálfun barna og unglinga snýst ekki um að hlaða á stöngina og lyfta þungum þyngdum. Þessi þjálfun snýst um að byggja upp góðan grunn og þjálfa upp okkar undirstöðukerfi svo börn og unglingar séu alltaf líkamlega tilbúin að takast á við það sem kemur næst. Með hækkandi aldri þá eykst álag og líkaminn þarf að fylgja.


Styrktarþjálfun þarf að stunda allt árið ef árangur á að nást. Það er ekki nóg að stundar styrktarþjálfun í 2 mánuði á sumrin og spila svo bara körfuboltann á veturna. Fyrir hámarks árangur skal stunda styrktarþjálfun í hverri viku, allt árið um kring. Álaginu skal síðan stjórnað útfrá álaginu sem er í íþróttagreininni hverju sinni.


Í körfubolta þarftu að ráða við það að spretta á hárri ákefð, bremsa, breyta um stefnu, hoppa og lenda. Þú þarft að geta gert alla þessa þætti af skilvirkni og samhliða því að fylgjast með öðru áreiti sem getur verið samherji, mótherji eða jafnvel boltinn. Meiðslatíðni í körfubolta er því miður há en með réttri þjálfun þá getur þú stuðlað að lágri meiðslatíðni og aukinni skilvirkni í þessum þáttum sem ég nefndi hér að ofan.


En hvernig æfingar eru þetta?

…hoppæfingar þar sem áhersla á að lenda rétt

…æfingar sem auka samhæfingu

…æfingar sem auka liðleika og styrkja miðjuna (core)

…æfingar í öllum hreyfiferlum

…æfingar sem auka viðbragð og skynjun

…æfingar sem styrkja fótinn og auka jafnvægi

...alhliða styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd eða léttri mótstöðu

…sprettir og bremsustyrkur


Ef þú ert foreldri sem á barn/ungling sem vill og þarf að stunda styrktarþjálfun, þá mæli ég með því að þú hafir samband við fagaðila sem getur hjálpað þér að koma ykkur af stað. Mörg lið eru farin bjóða upp á styrktarþjálfun fyrir yngri flokka og er það mjög jákvæð þróun.


Mynd: www.scienceofsport.com

25 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page