Eru Ólympískar lyftingar góðar fyrir íþrótt eins og körfubolta?
Vinsældir Ólympískra lyftinga (e. weightlifting) hafa aukist gríðarlega síðustu ár. Vinsældirnar má líklega rekja til Crossfit og er íþróttin orðin mun sýnilegri en hún var hér áður. Ég elska Ólympískar lyftingar og finnst gaman að djöflast í þeim sjálfur. En eru þær góðar fyrir annað íþróttafólk en þau sem stunda íþróttina sjálfa sem ólympískar lyftingar eru?
Hvað eru Ólympískar lyftingar?
Íþróttinni er skipt upp í tvær greinar. Jafnhending (e. Clean & Jerk) og snörun (e. Snatch). Jafnhending er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending (e. clean) og seinni hreyfingin er jafnhöttun (e. jerk). Snörun er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá golfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu. Þessum tveimur lyftum fylgja svo margar drillur og undirbúningsæfingar sem geta verið mjög góðar þegar kemur að þjálfun íþróttafólks.

Mynd: www.muscleandfitness.com
Hvað gera ólympískar lyftingar fyrir annað íþróttafólk?
Með góðri tækni getur þú bætt hjá þér styrk, hraða og kraft þar sem þessar hreyfingar eru með þeim allra kraftmestu sem þú gerir. Vel þjálfaðir einstaklingar í ólympískum lyftingum búa yfir gríðarlegum sprengikrafti.
Kraftmyndun líkamans getur stóraukist með ólympískum lyftingum sem getur skilað sér á völlinn ef við þjálfum aðrar hreyfingar samhliða.
Rannsóknir sýna að ólympískar lyftingar einar og sér geta bætt hopp, spretthraða og jafnvægi.
Hraða-styrkur (e. Speed strength). Ólympískar lyftingar eru aldrei gerðar hægt og með tímanum þá styrkist viðkomandi og þjálfast í því að hreyfa þunga hluti hratt.
Þú getur bætt samhæfingu.
„Triple Extension