
VILHJÁLMUR STEINARSSON
Íþróttafræðingur og styrktarþjálfari
Reynsla mín af styrktarþjálfun nær yfir hinar ýmsu íþróttagreinar þar sem ég hef starfað sem styrktarþjálfari síðustu 14 árin og þróað mína hugmyndafræði á þeim tíma og veit ég því hvað virkar og hvað virkar ekki.
Það sem gefur mér sérstöðu sem styrktarþjálfari fyrir körfubolta er að ég hef sinnt íþróttinni frá öllum hliðum, sem leikmaður, þjálfari og styrktarþjálfari.
Ég spilaði sjálfur körfubolta í 11 ár í úrvarlsdeild karla með Haukum, Keflavík og ÍR. Ég hef verið styrktarþjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum síðan 2016.
Ég hef verið svo lánsamur að fá að aðstoða margt af okkar fremsta íþróttafólki í að ná lengra í sinni íþróttagrein og það er fátt sem gefur mér meira en að sjá þegar bætingarnar skila sér á völlinn og að íþróttafólk nær sínum markmiðum.